Landsbankinn á Akranesi og Golfklúbburinn Leynir hafa undirritað nýjan samstarfssamning, þar sem bankinn heldur áfram sem einn af aðalstyrktaraðilum klúbbsins – hlutverk sem hann hefur sinnt um áratuga skeið. Samstarfið endurspeglar sterka samfélagslega tengingu bankans og áherslu á að styðja við öflugt íþrótta- og tómstundastarf á Akranesi.

„Við í Landsbankanum erum afar stolt af því að styðja við Leyni og sjá hvernig starfsemin blómstrar – hvort sem er meðal barna, unglinga eða fullorðinna kylfinga,“ segir Hannes Marinó Ellertsson útibússtjóri Landsbankans á Akranesi.

Golfklúbburinn Leynir er nú einnig orðinn samstarfsaðili í Aukakrónum – fríðindakerfi Landsbankans. Viðskiptavinir safna Aukakrónum af allri innlendri kortaveltu og geta nýtt þær meðal annars hjá Leyni, ásamt fjölda annarra samstarfsaðila.

Landsbankinn leggur ríka áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélaginu og styður fjölbreytt og öflugt grasrótarstarf um allt land.

Landsbankinn hefur um árabil verið einn af öflugustu styrktaraðilum Leynis og tekið virkan þátt í mótahaldi sem og stutt vel við uppbyggingu á barna- og unglingastarfi í klúbbnum.  Það er virkilega ánægjulegt að samstarfið haldi áfram og vill stjórn Leynis þakka Landsbankanum kærlega fyrir veittan stuðning á liðnum árum og er afar þakklát með framhaldið.   

Meðfylgjandi mynd var tekin að lokinni undirskrift fimmtudaginn 8. maí í útibúi Landsbankans á Akranesi. Fyrir hönd Leynir voru Rakel Óskarsdóttir og Hróðmar Halldórsson og Hannes Marinó Ellertsson og Berglind Helga Jóhannsdóttir fyrir Landsbankann.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.