Landsbankinn á Akranesi og Golfklúbburinn Leynir hafa undirritað nýjan samstarfssamning, þar sem bankinn heldur áfram sem einn af aðalstyrktaraðilum klúbbsins – hlutverk sem hann hefur sinnt um áratuga skeið. Samstarfið endurspeglar sterka samfélagslega tengingu bankans og áherslu á að styðja við öflugt íþrótta- og tómstundastarf á Akranesi.
„Við í Landsbankanum erum afar stolt af því að styðja við Leyni og sjá hvernig starfsemin blómstrar – hvort sem er meðal barna, unglinga eða fullorðinna kylfinga,“ segir Hannes Marinó Ellertsson útibússtjóri Landsbankans á Akranesi.
Golfklúbburinn Leynir er nú einnig orðinn samstarfsaðili í Aukakrónum – fríðindakerfi Landsbankans. Viðskiptavinir safna Aukakrónum af allri innlendri kortaveltu og geta nýtt þær meðal annars hjá Leyni, ásamt fjölda annarra samstarfsaðila.
Landsbankinn leggur ríka áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélaginu og styður fjölbreytt og öflugt grasrótarstarf um allt land.
Landsbankinn hefur um árabil verið einn af öflugustu styrktaraðilum Leynis og tekið virkan þátt í mótahaldi sem og stutt vel við uppbyggingu á barna- og unglingastarfi í klúbbnum. Það er virkilega ánægjulegt að samstarfið haldi áfram og vill stjórn Leynis þakka Landsbankanum kærlega fyrir veittan stuðning á liðnum árum og er afar þakklát með framhaldið.
Meðfylgjandi mynd var tekin að lokinni undirskrift fimmtudaginn 8. maí í útibúi Landsbankans á Akranesi. Fyrir hönd Leynir voru Rakel Óskarsdóttir og Hróðmar Halldórsson og Hannes Marinó Ellertsson og Berglind Helga Jóhannsdóttir fyrir Landsbankann.