Stjórn Leynis hefur samið við Galito um rekstur veitinga á Garðavöllum. Að baki Galito standa reynsluboltarnir og matreiðslumennirnir Þórður Þrastarson og Sigurjón Ingi Úlfarsson en þeir hafa um árabil rekið með glæsibrag veitingahúsið Galito við Stillholt á Akranesi.   

Samningsaðilar horfa til langtímasamnings og eru bjartsýn á gott og farsælt samstarf. Galito fær aðstöðuna afhenta í byrjun apríl en þá verður ráðist í lagfæringar í eldhúsi samhliða málun og andlitslyftingu í sal. Allt kapp verður lagt á að þeir félagar muni opna í byrjun maí og taki hressir á móti félagsmönnum og öðrum gestum á 60 ára afmælisári Leynis.

Um leið og Leynir vill bjóða Galito velkomin þakkar klúbburinn Hlyni Guðmundssyni,  Helgu Ingimarsdóttur og þeirra góða starfsfólki fyrir samstarfið síðast liðin þrjú ár og óskar þeim alls hins besta á nýjum slóðum.  

Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurjón Inga, sem mun ásamt fleirum standa vaktina á Garðavöllum í sumar, Hróðmar Halldórsson formann Leynis og Rakel Óskarsdóttur framkvæmdastjóra við undirskriftina í morgun.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.