Sjóvá Almennar styrkir barna- og unglingastarf Leynis til næstu 3 ára.

Leynir og Sjóvá gerðu í dag samstarfssamning til næstu þriggja ára. Fyrir vikið mun Sjóvá styrkja barna- og unglingastarf klúbbsins á myndarlegan hátt.

Tryggingafélagið Sjóvá leggur áherslu á að veita rétta ráðgjöf og góðan aðgang að persónulegri þjónustu um allt land. Nýverið stækkaði Sjóvá á Akranesi við sig þegar útibúið var flutt í nýtt húsnæði að Smiðjuvöllum 28. Í kjölfar þess fjölgaði starfsmönnum Sjóvá á Akranesi og afgreiðslutími útibúsins lengdur.

Stjórn Leynis fagnar nýja samkomulaginu við Sjóvá og hlakkar til samstarfsins til næstu 3 ára.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Harald Ingólfsson útibússtjóri Sjóvá á Akranesi og Rakel Óskarsdóttur framkvæmdastjóra Leynis í tilefni undirritunar.