Ritari er öflugt fyrirtæki á Akranesi sem býður upp á heildarlausnir í í skrifstofurekstri fyrir fyrirtæki og rekstraraðila, með það að markmiði að stuðla að hagræðingu og hagkvæmni í rekstri. Fyrirtækið býður m.a. upp á símsvörun, vöktun tölvupósts, samfélagsmiðla og netspjalls, úthringiþjónustu, læknaritun auk sérsniðinnar ritara- og bókhaldsþjónustu.

Í dag 6. febrúar var undirritaður styrktarsamningur á milli Ritara ehf. og Leynis til næstu þriggja ára. Með samningnum vill Ritari styrkja myndarlega við gott starf klúbbsins. Stjórn Leynis fagnar nýju samningi og hlakkar til samstarfsins við Ritara á komandi árum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ingibjörgu Valdimarsdóttur eiganda og framkvæmdastjóra Ritara og Rakel Óskarsdóttur framkvæmdastjóra Leynis í tilefni undirritunar.