Kæru félagsmenn, innheimta félagsgjalda fyrir árið 2024 er hafin. Greiðsla félagsgjalda fer fram í gegnum Sportabler líkt og í fyrra. Mælst er til þess að félagsmenn skrái sjálfir sína áskrift í gegnum kerfið.
Hér má finna heimasvæði GL á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/ia/leynir
Félagsmenn geta til og með 15. janúar gengið frá greiðslufyrirkomulagi í Sportabler t.a.m. skipt greiðslum á greiðslukort, valið fjölda greiðsluseðla eða borgað með eingreiðslu. Eftir þann tíma verða kröfur stofnaðar í heimabanka með 4 gjalddögum.
ATH ! Þeir félagsmenn sem greiða Fjaraðildargjald, Nýliðagjald I og Nýliðagjald II geta ekki gengið frá greiðslu í gegnum Sportabler og fá kröfur í heimabankann ef þeir hafa ekki beðið um annað greiðslufyrirkomulag fyrir 15. janúar 2024 með því að senda tölvupóst þess efnis á netfangið: leynir@leynir.is
Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldskrá 2024 og leiðbeiningar um skráningu og greiðslufyrirkomulag: https://leynir.is/um-klubbinn/gjaldskra/