Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fyrir árið 2023 fór fram fimmtudaginn 23. nóvember s.l. að Garðavöllum. Stjórn og framkvæmdastjóri þakka fyrir góðan fund en það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært um að mæta. Á fundinum var Hróðmar Halldórsson kjörinn formaður GL en hann tekur við að Pétri Ottesen sem ákvað að hætta í stjórn eftir 4 farsæl ár. Eftirfarandi félagsmenn skipa nýja stjórn GL; Hróðmar Halldórsson, Ella María Gunnarsdóttir, Óli Björgvin Jónsson, Freydís Bjarnadóttir, Ísak Örn Elvarsson og Ruth Einarsdóttir.

Fundargerð aðalfundar GL má hér finna á heimasíðu Leynis undir skrár og skjöl.