Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fer fram fimmtudaginn 23. nóvember á Garðavöllum.

Súpa í boði að hætti Nítjándu kl. 18:00 en fundurinn hefst kl. kl. 18:30 á Garðavöllum.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar

2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

3. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.

4. Lagðar fram tillögur um breytingu laga og reglugerða. Umræður, tillögurnar bornar undir atkvæði.

Boðaðar hafa verið tvær tillögur að breytingum, þ.e. á 6. og 7. gr. Hér má sjá nánar hvaða breytingar eru lagðar fram)

5. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta starfstímabils ásamt tillögum um félagsgjöld. Umræður, áætlunin og tillaga stjórnar bornar undir atkvæði.

6. Kosning formanns, stjórnar og varamanns í stjórn skv. 6. gr.

7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga, auk eins til vara skv. 6. gr.

8. Önnur mál.

Gögn fyrir fundinn verða sett inn á heimasíðu klúbbsins að morgni 23. nóvember.

Væri gaman að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja, stjórn GL.