Í vikunni undirrituðu Rakel Óskarsdóttir, fyrir hönd Golfklúbbsins Leynis, og Kristín Minney Pétursdóttir, fyrir hönd Renova, Uppbyggingu og Barium undir styrktarsamning sín á milli. Með samningnum vilja fyrirtækin styrkja myndarlega við öflugt starf klúbbsins og er stjórn GL þeim afar þakklát. Á auglýsingaskilti fyrirtækjanna á Teigum, æfingasvæði, er vitnað í hina frábæru golfþætti “Full Swing” sem hægt er að nálgast á sjónvarpsveitu Netflix. Don’t Get Bitter, Just Get Better eru því góð hvatning til kylfinga inn í sumar.