Golfklúbburinn Leynir sigraði Sveitakeppni Unglinga 18 ára og yngri sem fram fór á Hellu dagana 22.-24. júní. Golfklúbburinn Leynir sendi til leiks blandað lið en sveitina skipuðu Bragi Friðrik Bjarnason, Elsa Maren Steinarsdóttir, Kári Kristvinsson, Nói Claxton og Tristan Freyr Traustason. Liðsstjóri sveitarinnar var Björn Viktor Viktorsson. Golfklúbburinn Leynir sigraði Golfklúbb Mosfellsbæjar í úrslitaleik 2-1. En frekari úrslit leikja má finna inn á www.golf.is. Golfklúbburinn Leynir færir sveitinni innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur.