Golfklúbburinn Leynir hefur tekið upp þá reglu að nauðsynlegt er að kylfingar staðfesti mætingu á rástíma, annað hvort í afgreiðslu eða í Golfbox appinu. Til að staðfesta rástíma í Golfbox appi fylgir þú eftirfarandi leiðbeiningum:

1. Smellir á rástímaskráningu.
2. Smellir á mínir rástímar.
3. Smellir á rástímann sem þú ætlar að staðfesta.
4. Smellir á staðfesta mætingu.