Dagana 19.-21. apríl verður boðið upp á mátun á Leynis merktum fatnaði frá FJ fyrir sumarið 2022. Markmið GL er að gera félagsmenn Leynis sýnilegri innan golfhreyfingarinnar og bjóða um leið upp á fallegan og vandaðan fatnað frá FJ sem verður á tilboðsverði þessa daga. Því er um að gera að nýta sér þetta tilboð og fata sig upp fyrir sumarið. Í meðfylgjandi auglýsingu er hægt að sjá upplýsingar um vöruframboð og verðlag. Tekið verður við pöntunum í afgreiðslu klúbbsins eins og hér segir:

Þriðjudaginn 19. apríl kl. 15-18
Miðvikudaginn 20. apríl kl. 15-18
Fimmtudaginn (sumardaginn fyrsta) 21. apríl kl. 12-15

Vonumst til þess að sjá sem flesta í Leynis merktum fatnaði í sumar!