Kæru félagsmenn, við viljum minna á að Garðavöllur er eingöngu opinn fyrir félagsmenn Leynis og þá sem gengið hafa frá árgjöldum sínum fyrir sumarið 2022. Lokað hefur verið fyrir aðgang að Golfboxi hjá þeim sem ekki hafa gengið frá greiðslu árgjalda. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ef mistök hafa orðið við afskráningar.
Garðavöllur er opinn samkvæmt neðangreindum reglum:
- Holur 1 til 9 eru LOKAÐAR FYRIR ALLRI UMFERÐ
- Holur 10 til 18 eru opnar inn á VETRARFLATIR og VETRARTEIGA
- ATH ! að aðeins rauðir og gulir vetrarteigar eru í notkun og því ALLIR AÐRIR TEIGAR lokaðir.
- Færa skal bolta af braut og út í röff eða slá bolta af tíi af braut til að fyrirbyggja skemmdir á brautum meðan svörðurinn er mjúkur og blautur.
- Setjið torfusneppla í kylfufar og stigið niður.
- Allar sumarflatir eru girtar af og lokaðar ALLRI umferð annarra en vallarstarfsmanna.
Við viljum benda kylfingum á að enn er örlítið frost í jörðu þó yfirborð grassvarðarins sé farinn að þiðna og mýkjast verulega. Við Þessar aðstæður er yfirborðið oft blautt og viðkvæmt og því full ástæða til að ganga um Garðavöll með nærgætni.
Kær kveðja,
Rakel, Einar Gestur og Guðni.