Kæru félagsmenn GL

Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis verður haldinn fimmtudaginn 3. desember nk. Í ljósi aðstæðna mun fundurinn vera rafrænn í gegnum fjarfundarbúnað. Ef aðstæður hins vegar að breytast hvað varðar fjöldatakmarkanir þá mun stjórn endurskoða fyrirkomulagið.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og er dagskrá fundarins sem hér segir:

  • Skýrsla stjórnar.
  • Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
  • Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
  • Lagðar fram tillögur um lagabreytingu. Umræður, tillögurnar bornar undir atkvæði.
  • Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun 2020-2021 ásamt tillögum um félagsgjöld.  Umræður, áætlunin og tillaga stjórnar bornar undir atkvæði.
  • Kosning stjórnar og varamanns í stjórn skv. 6. gr.
  • Kosning tveggja endurskoðenda skv. 6. gr. (og einn til vara)
  • Önnur mál.

Fyrir aðalfund liggja eftirfarandi breytingatillögur á lögum félagsins. Með því að smella á hlekkinn hér að neðan má sjá tillöguna.

Tillögur að lagabreytingum: http://leynir.is/wp-content/uploads/2020/11/Lög-GL-breytingnatillaga.pdf

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á því að sitja aðalfund GL eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfangið leynir@leynir.is og skrá sig til þátttöku. Á fundardegi verður sent rafrænt fundarboð til þeirra sem tilkynnt hafa þátttöku. Með þessum hætti getum við tryggt að sem flestir félagsmenn geti tekið þátt í aðalfundinum á þessum sérkennilegu tímum.

Stjórn GL