Eins og öllum er kunnugt tók stjórn GL ákvörðun um að loka á alla umferð um Garðavöll frá og með laugardeginum 31. október. Auðvitað var það erfitt þegar völlurinn okkar er í frábæru ástandi og ekki algengt að spila inn á sumargrín inn í nóvember. En við tökum þátt og sýnum ábyrgð í því að vinna bug á þessari veiru sem herjar á samfélagið okkar og heimsbyggðina alla.

Vetrarundirbúningur er hafin og búið er að koma upp vetrarteigum og vetrarflötum á seinni helmingi Garðarvallar sem mun taka á móti ykkur þegar tækifæri gefst. Næstu skref eru að girða af allar flatir með staurum og snæri til að hindra umferð þar um. Einnig er búið að fjarlæga alla bekki, teigmerki, skilti og ruslafötur fyrir veturinn sem og að blása úr vatnskerfum.

Haustverkin í umhirðu vallar hafa verið drjúg hjá vallarstarfsmönnum GL og góðum sjálfboðaliðum.  Flatir hafa verið sandaðar, heiltindagataðar, valtaðar og úðaðar á s.l. vikum sem skilaði sér í mjög góðum flötum inn í haustið. Unnið hefur verið að loftun brauta (slitting) og er stefnt að því að skera í allar brautir fyrir veturinn. Þá er fyrirhugað er að halda áfram að tappagata teiga og flatir en það er veður gert eins og aðstæður leyfa fyrir veturinn.

Unnið hefur verið að nokkrum framkvæmdum á vellinum á haustmánuðum og má þar helst nefna:

 • Skurðir hreinsaðir
  • Að hluta með fram 12. braut til að losa frá dreni í forflöt á 12.
  • Skurð milli 17. brautar og 14. teigs.
  • Skurð upp með 14. upp að klöpp í skurði.
  • Skurð frá bönker við 18. flöt.
  • Skurð frá 18. teig og upp úr + framan við 18. teig.
 • Teigar á 3. og guli á 4. tappagataðir, sáð, sandað, tindagatað og burstað.
 • Grafnir skurðir í lægð á milli 15. og 16. brautar, fyllt með drenmöl.
 • Drenskurðir grafnir milli 11. og 12. brautar.
 • Drenskurðir grafnir fyrir framan 12. flöt og upp með braut vinstra megin.
 • Unnið að breytingu á glompu framan við 12. flöt – færð ca 5m fjær flöt.
 • Flett ofan af 3. teig, hvíta, og hann undirbúinn fyrir endurgerð.
 • Unnið að endurgerð og stækkunar á þvottaaðstöðu við Frístundamiðstöð.

Framhaldsverkefni og framkvæmdir inn í veturinn og fram að næsta vori eru þessi helst:

 • Drenframkvæmdir við 12. flöt.
  • Klára skurði, drenrör og drendúkur, drenmöl fyrir frost.
  • Taka upp torf af ca 300-500 m2 fyrir frost.
  • Ef aðstæður leyfa, keyra sandi í svæðið og tyrfa fyrir veturinn en það er vissulega háð veðri.
 • 3. teigur hvítur.
  • Slétta undirlag, keyra sandi í teig og tyrfa sem fyrst.
 • Klára þvottaaðstöðu við Frístundamiðstöð.
 • 5. flöt – gönguleið hægra megin.
  • Grafa drenskurði til að þurrka svæðið.
 • 2. teigur hvítur.
  • Fletta ofan af teig og undirbúinn fyrir stækkun.
 • 6. teigur rauður/blár
  • Fletta ofan af teig, slétta og tyrfa.
 • Minnka bönker við 18. flöt, hægra megin.
 • Breyta bönker vinstra megin við 10. flöt.

Að lokum má nefna að hreinsun tjarna og skurða eru mjög aðkallandi verkefni og mun vera leyst eftir aðstæðum og efni hverju sinni.

Eins og sjá má eru verkefnin mörg og listinn alls ekki tæmandi. Oftar en ekki eru þau mjög háð veðráttu eins og komið hefur verið inn á og því munum við reyna að grípa tækifærin þegar þau gefast.

Þess skal getið að Halldór Jónsson hefur verið klúbbnum innan handa við ýmis verk er varðar vatnslagnir, þvottaaðstöðu og fleira. Þá hefur Jón Ármann aðstoðað okkur mikið við uppgröft upp úr skurðum og gröft á drenskurðum. Golfklúbburinn Leynir færir þeim kærar þakkir fyrir aðstoðina hún er ómetanleg.

Með kærri kveðju,
Rakel, Brynjar og Guðni.