Mánudaginn 22. janúar hófst vetrarmótaröðin í golfherminum. 8 lið skráðu sig á til leiks sem spila í tveimur riðlum með 4 liðum í hvorum riðli og hefur skráningu verið lokað.
Í fyrsta leik mótaraðarinnar léku Team Doddi og Team listamenn í hörkuleik sem fram fór á vellinum Banff Springs í Alberta Canada, nánar tiltekið í Klettafjöllum þar vestra. Leikar enduðu með sigri Team Dodda. Næsti leikur verður n.k. fimmtudag kl. 20:00 þegar Team HSH leika gegnTeam tveim trylltum og má búast við hörkuleik þar. Ath. fyrirliðar liðana eru ábyrgir fyrir að velja liðið sitt fyrir hvern leik þar sem hvert lið skipa tveir leikmenn hverju sinni.
Hér eftirfarandi má sjá riðla og heiti liða:
A riðill(spilaður á mánudögum) | B riðill (spilaður á fimmtudögum) |
Team DoddiÞórður ElíassonAlfreð Þór AlfreðssonGuðm.Sigv. | Team HSHHjálmur Dór HjálmssonSævar HaukdalHeimir Fannar Gunnlaugsson |
Team EinarEinar JónssonSigurður Grétar Davíðsson | Team tveir trylltirViktor Elvar ViktorssonBjörn Viktor ViktorssonTheódór Freyr Hervarsson |
Team tveir frábærirMagnús Daníel BrandssonKristleifur Sk. Brandsson | Team MarelDaníel ViðarssonKristinn J. HjartarsonHafsteinn Gunnarsson |
Team listamennBjarni Þór BjarnasonEiríkur KarlssonHörður Kári Jóhannesson | Team TelnetGuðmundur HreiðarssonPétur Sigurðssosn |