Lög GL

  1. 33r.

Félagið heitir Golfklúbburinn Leynir (GL).  Heimili og varnarþing er á Akranesi. Klúbburinn er aðili að Íþróttabandalagi Akraness (ÍA), Golfsambandi Íslands (GSÍ) og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og því háður lögum, reglugerðum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.

  1. gr.

Tilgangur og markmið klúbbsins er að iðka, glæða og viðhalda áhuga á golfíþróttinni og styðja almenna íþróttastarfsemi á Akranesi.  Klúbburinn rekur golfvöll, eignir og búnað klúbbsins sem og aðrar eignir sem klúbburinn hefur til umráða.  Klúbburinn heldur golfmót og stendur fyrir golfæfingum og annarri félagsstarfsemi er tengist golfíþróttinni.

  1. gr.

Innganga í klúbbinn er öllum heimil.

Erlendir ríkisborgarar geta gerst klúbbfélagar og bera þeir sömu réttindi og skyldur og aðrir félagar nema lög GL eða GSÍ kveði á um annað.

Aðalfundur ákveður árgjald næsta árs að fenginni tillögu stjórnar sbr. 8. gr. Stjórn klúbbsins ákveður tilhögun innheimtu árgjaldsins.  Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald eða samið um trygga greiðslu við GL fyrir eindaga teljast ekki lengur félagar klúbbsins.

Stjórn klúbbsins hefur heimild til að ákveða inntökugjald nýrra félaga í klúbbinn, ákveða álögur vegna greiðslu árgjalda eftir eindaga, veita staðgreiðsluafslátt af félagsgjaldi, veita sérstakan afslátt til fjarfélaga vegna aðseturs utan Akraness, ákveða vallargjöld og afslætti þeim tengdum.

Stjórn klúbbsins er heimilt að útnefna heiðursfélaga fyrir framúrskarandi störf fyrir klúbbinn og golfíþróttina.  Heiðursfélagar skulu vera undanþegnir greiðslu félagsgjalda ævilangt en teljast þó fullgildir félagar með öll réttindi og skyldur samkvæmt lögum þessum.

Heiðursviðurkenningar / merki veitir stjórn klúbbsins samkvæmt reglugerð sem aðalfundur samþykkir.

  1. gr.

Reikningsár og starfsár klúbbsins er frá 1. nóvember til 31. október.

  1. gr.

Við golfleik skal fara eftir St. Andrew´s golfreglum eins og þær eru á hverjum tíma.  Sérreglur og skilmálar setur stjórnin eftir því sem henni þurfa þykir en þó alltaf í samræmi við golfreglur og reglugerðir GSÍ.  Sérhverjum félaga er skylt að fara eftir þeim reglum og skilmálum sem stjórnin setur um leikinn svo og umferð og umgengni um golfvöll, eignir klúbbsins sem og aðrar eignir sem klúbburinn hefur til umráða.

Stjórn getur látið brot á ákvæðum þessarar greinar varða réttindamissi eða brottrekstri úr klúbbnum eftir atvikum.

  1. gr.

Stjórn klúbbsins skipa 5 einstaklingar; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi.  Á aðalfundi skal formaður kosinn til eins árs, aðrir meðlimir stjórnar eru kosnir til tveggja ára í senn, þannig að tveir eru kosnir annað árið og tveir hitt.  Meðlimir stjórnar sem þannig eru kosnir skipta síðan með sér verkum eftir stjórnarkjör og skal stjórn kjósa sér; varaformann, gjaldkera og ritara.  Ennfremur skal á aðalfundi kjósa til eins árs í senn; einn varamann í stjórn, tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara.  Varamaður í stjórn skal sitja stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt.

Framboð til stjórnar skulu sendar til skrifstofu GL eigi síðar en 7 dögum fyrir auglýstan aðalfund.

Stjórnin skipar í nefndir og aðrar trúnaðarstöður og setur þeim reglugerð eða starfslýsingu sem aðalfundur samþykkir.

  1. gr.

Aðalfundur er æðsta úrskurðarvald í málefnum klúbbsins.  Hann skal haldinn eigi síðar en 15. desember ár hvert.  Aðalfund og aðra fundi klúbbsins skal boða tryggilega með minnst 14 daga fyrirvara með rafrænum hætti, s.s. með tölvupósti og með auglýsingu í samfélagsmiðli.  Í fundarboði skal tilgreina dagskrá og tillögur um lagabreytingar sem stjórninni hafa borist fyrir tilskilinn tíma.  Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórninni fyrir 15. október.

Stjórn klúbbsins og/eða 20% fullgildra félagsmanna geta boðað til aukaaðalfundar og gilda sömu reglur og um aðalfund, eftir því sem við á.

Stjórn skal boða til félagsfundar ef minnst 1/10 hluti fullgildra félagsmanna æskir þess skriflega með rökstuðningi.

Meirihlutasamþykki félagsfundar þarf til fjárfrekra framkvæmda sem ekki eru ákveðnar í fjárhagsáætlun.

Aukaaðalfund og félagsfundi skal halda innan þriggja vikna frá móttöku stjórnar við slíkri fundarbeiðni.

  1. gr.

Á aðalfundi eða félagsfundi skal í upphafi fundar kjósa sérstakan fundarstjóra og fundarritara.

Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir í þeirri röð sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
  3. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði.
  4. Lagðar fram tillögur um breytingu laga og reglugerða.  Umræður, tillögurnar bornar undir atkvæði.
  5. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta starfstímabils ásamt tillögum um félagsgjöld.  Umræður, áætlunin og tillaga stjórnar bornar undir atkvæði.
  6. Kosning stjórnar og varamanns í stjórn skv. 6. gr.
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga, auk eins til vara skv. 6. gr.
  8. Önnur mál.
  1. gr.

Aðalfundur er löglegur og ályktunarhæfur um öll málefni klúbbsins sé löglega til hans boðað.  Skal þar ráða einfaldur meirihluti atkvæða viðstaddra fullgildra félagsmanna nema annað sé ákveðið.  Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir fullgildir félagar sem fullnægja 3. gr. laga klúbbsins og eru / verða fullra 16 ára á viðkomandi almanaksári.  Yngri félagar og fjar-félagar hafa rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti.

  1. gr.

Lögum þessum má ekki breyta nema á löglega boðuðum aðalfundi.  Tvo þriðju hluta atkvæða viðstaddra fullgildra atkvæðisbærra félagsmanna þarf til að samþykkja breytingu á lögum þessum.

  1. gr.

Komi fram tillaga um slit félagsins skal tillaga þess eðlis berast til stjórnar. Afgreiðsla slíkrar tillögu skal borinn upp á sérstökum félagsfundi sem boða skal til með sama hætti og um aðalfund væri að ræða. Til lögmætis slíkrar ákvörðunar þarf helmingur skráðra félaga að vera á fundi og 2/3 hlutar þeirra að greiða tillögunni atkvæði sitt. Mæti ekki nægilega margir skal boða til annars fundar innan þriggja vikna og er hann þá ályktunarhæfur án tillits til fundarsóknar, sé löglega til hans boðað. Sama gildir ef sameina á félagið eða skipta því.

  1. gr.

Þannig samþykkt á aðalfundi Golfklúbbsins Leynis 23. nóvember árið 2023