Frístundamiðstöðin er opin frá opnun vallarins á vorin sem alla jafna er um mánaðamótin april/mai og til 1. september.  Í september er opið eins og veðurfar og vallaraðstæður leyfa.  Yfir sumartímann er opið alla virka daga frá kl. 8:00 til kl. 22:00 og um helgar frá kl. 8:00 til kl. 18:00.

Í frístundamiðstöð er veitingasala með drykki, kaffi og meðlæti ásamt léttum réttum ýmis konar af matseðli.  Veitingasalan býður hópum einnig upp á máltíð ásamt meðlæti þegar pantað er með fyrirvara.  Hópar eru hvattir til að leita tilboða hjá framkvæmdastjóra GL vegna hvers kyns veitinga.

Frístundamiðstöðin tekur allt að 200 manns í sæti og hentar vel til hvers kyns mannfagnaðar s.s. afmæli, brúðkaup, árshátíðir, jólahlaðborð, fermingar og fundahalda.

Á skrifstofu og í afgreiðslu er golfbúð þar sem kylfingar geta fengið nauðsynlegustu golfvörurnar s.s. golfhanska, golfbolta, tý og annan smávarning á golfvöllinn.

Rástímapöntun fer fram í síma 431 2711.