Skip Navigation Links

Hola 16 - Lönguhálsar

Par 5 - Forgjafarröð 14

Þetta er par 5 hola sem er ekki ósvipuð og sú þrettánda. Hæðarmismunurinn frá teig að flöt glepur marga, og það er erfitt að meta úr fjarlægð hvar holan er staðsett á flötinni. Að auki er flötin hönnuð með þeim hætti að margir boltar eiga eftir að leka útaf til hægri, enda hallar flötin frá er kylfingar slá inná flötina. Ég hef séð marga reyna við flötina í öðru höggi og það er vel hægt að ná í fugl við Lönguhálsa. Þeir högglengstu slá með 6 eða 7-járni inná flötina ef það er norðanátt, lengdin býður uppá að kylfingar geta sótt í sig veðrið á lokasprettinum enda eru þrjár síðustu holur vallarins byggðar upp með þeim hætti að þar er hægt að rétta úr kútnum ef svo ber undir. Ég vona alltaf aðeinhver nái erni og tveimur fuglum í kjölfarið á lokaholnum þremur.  

Senda á Facebook