Skip Navigation Links

Hola 15 - Tannaberg

Par 4 - Forgjafarröð 2

Þessi hola er oft vendipunkturinn á hringnum hjá flestum kylfingum. Það má ekki slá boltann til vinstri þar sem að boltinn mun að öllum líkindum týnast. Á hægri hönd er vatnstorfæra og að mínu mati er þessi hola víðsjárverð. Höggið inná flötina er blint ef upphafshöggið nær ekki upp að brautarglompunni á hægri hönd. Þá sjá menn flötina sem er löng en ekki breið. Það er auðveldlega hægt að týna upphafshögginu og það gætu margir misst tvö til þrjú högg við Tannabergið.  

Senda á Facebook