Skip Navigation Links

Hola 13 - Leynir

Par 5 - Forgjafarröð 12

Þetta er hola sem gæti gefið af sér örn. Stutt par 5 hola, og fyrir meistaraflokksspilara er þetta hola sem oft gefur af sér fugl, enda eru margir sem nota allt að 8-járn til þess að slá inn á flötina. En það eru samt sem áður margar hættur til staðar, vatnstorfærur beggja vegna við brautina í upphafshögginu og það er hægt að finna úrvalsstaði fyrir holuna á flötinni sem er með þrjár sandglompur í næsta nágrenni við sig. En á góðum degi fá margir fugl á þessari holu. 

Senda á Facebook