Skip Navigation Links

Hola 10 - Pyttir

Par 4 - Forgjafarröð 18

Þessi stutta hola er í raun hugsuð sem spegilmynd af 6. holu. Hindranirnar eru flestar á vinstri hönd, þrír pollar, sem margir lenda í ef þeir reyna að slá inna flötina. Það eru sandglompur á brautinni hægra megin og við flötina eru einnig þrjár sandglompur. Flötin er tvöföld og deilir svæðinu með þeirri tólftu. Þett er lítil budda eins og sagt er. Það hefur verið tekinn í notkun nýr teigur fyrir meistaraflokk á 10. braut þar sem að lega brautarinnar hefur breyst töluvert. Flötin er mun opnari en áður en vegalengdin er sú sama. En ég veit að flestir eru ósáttir við par á þessari braut sem á að gefa af sér fugl..  

Senda á Facebook