Skip Navigation Links

Hola 7 - Flóinn

Par 5 - Forgjafarröð 1

Það er ekkert leyndarmál að við hönnun vallarins þurfti ég að koma kylfingum frá sjöttu flöt að áttunda teig. Það kom því ekkert annað til greina en par 5 hola og vegalengdin er rúmlega 600 metrar. Ég hef haft það sem markmið á þeim völlum sem ég hef hannað að hafa mjög stuttar holur og mjög langar holur. Það var ekki markmiðið að gera 600 metra langa holu, hún hun hefði vel getað endað í 601 m., en svæðið bauð upp á þessa lausn sem varð fyrir valinu. Í rauninni er þetta hola sem allir þurfa að slá a.m.k. þrjú högg til þess að komast inn á flötina. Að auki er hægt að vera með mjög fjölbreytilegar holustaðsetningar á flötinni sem er mjög stór.  

Senda á Facebook