Skip Navigation Links

Hola 6 - Dýkið

Par 4 - Forgjafarröð 13

Á þessum teig standa kylfingarnir frammi fyrir því að velja rétt verkfæri í upphafshöggið. Það eru ekki nema rétt um 230 metrar inná flötina en svæðið sem þeir hafa til að vinna með er takmarkað. Flestir nota járnkylfu af teig leika inná flötina af brautinni líkt og um par 3 holu væri að ræða. Þá eiga þeir ekki nema um 80-100 metra högg eftir. Vindurinn leikur stórt hlutverk á þessari braut og þrátt fyrir að vegalengdin sé ekki mikil þá er þetta krefjandi hola. Flötin er ekkert lamb að leika sér við, það eru þrír pallar á flötinni sem er ekki mjög breið en nokkuð löng. Að mínu mati er þetta ein af lykilholum vallarns ætli kylfingurinn sér að ná góðu skori.  

Senda á Facebook