Skip Navigation Links

Hola 3 - Skrúður

Par 3 - Forgjafarröð 7

Það er undarleg tilfinning fyrir flesta að ganga í gegnum skóg á leið sinni á 3. teig. Og brautin er ekki nema um 140m af hvítum teigum. Það eru samt sem áður margar hindranir framundan, vatn, sandglompur, vallarmörk vinstra megin og síðan eru myndarleg tré hægra megin við flötina. Að auki er oft skjól á teignum sem glepur kylfingi sem slá beint á stöngina en gleyma að gera ráð fyrir vindinum sem er oft nokkuð sterkur fyrir ofan skóginn.  

Senda á Facebook