Skip Navigation Links

Hola 1 - Garðar

Par 4 - Forgjafarröð 15

Tilfinningin sem kylfingar eiga að fá á fyrsta teig er að þeir séu velkomnir á völlinn, og framundan er braut sem er ekki mjög erfið en býður þeim upp í dans sem það vilja. Fyrir flesta dugir að taka 4 til 5 járn af teig og þeir þurfa ekki nema 9-járn í mesta lagi til þess að komast inn á flörina sem er ekki mjög vel varin af sandglompum. Það þarf mjög slæmt högg til þess að klúðra málunum á þessari braut. Hinsvegar á eftir að lengja þessa braut töluvert í nánustu framtíð en í dag eiga fremstu kylfingar landsins ekki í erfiðleikum með þessa.
Senda á Facebook