Skip Navigation Links

Tilfinningin sem kylfingar eiga að fá á fyrsta teig er að þeir séu velkomnir á völlinn, og framundan er braut sem er ekki mjög erfið en býður þeim upp í dans sem það vilja. Fyrir flesta dugir að taka 4 til 5 járn af teig og þeir þurfa ekki nema 9-járn í mesta lagi til þess að komast inn á flörina sem er ekki mjög vel varin af sandglompum. Það þarf mjög slæmt högg til þess að klúðra málunum á þessa...
Ég hef heyrt það frá kylfingum sem leikið hafa Garðavöll af hvítum teigum að þeir telji að þetta sé eitt erfiðasta upphafshöggið sem þeir slái hverju sinni. Þriðja brautin á korpu er ekki ósvipuð og þessi braut. Það er hægt að slá útaf báðu megin við brautina, það er allt í voða og ekkert má út af bregða. Flestir taka 3-járn af teig, brautin er ekki nema 300 metrar, getur boðið upp á fugl ef vel t...
Það er undarleg tilfinning fyrir flesta að ganga í gegnum skóg á leið sinni á 3. teig. Og brautin er ekki nema um 140m af hvítum teigum. Það eru samt sem áður margar hindranir framundan, vatn, sandglompur, vallarmörk vinstra megin og síðan eru myndarleg tré hægra megin við flötina. Að auki er oft skjól á teignum sem glepur kylfingi sem slá beint á stöngina en gleyma að gera ráð fyrir vindinum sem ...
Hér taka flestir upp dræverinn í fyrsta sinn á vellinum. Það er mjög mikið svæði til þess að vinna með framundan. Að vísu er styttra í vallarmörkin á vinstri hönd en margur heldur og það er einnig til í dæminu að menn slái út útaf hægra megin við brautina, þar er einnig hliðarvatnstorfæra. Flötin er varin af vatnstorfæru fyrir framan og skurður til hliðar. Að auki eru glompur fyrir aftan flötina ...
Að mínu mati er þetta lúmsk hola og oftar en ekki er slegið upp í vindinn af teignum. Flestir eiga um 160m högg eftir upphafshöggið en það eru mjög margir sem hitta ekki flötina. Þrátt fyrir að þetta sé ein stærsta flöt vallarins. Það er gríðarlega mikið brot í flötinni, tvær sandglompur beggja vegna við flötina. Ef menn hitta ekki flötina þa eiga þeir mjög erfið högg eftir, það er strembið að kom...
Á þessum teig standa kylfingarnir frammi fyrir því að velja rétt verkfæri í upphafshöggið. Það eru ekki nema rétt um 230 metrar inná flötina en svæðið sem þeir hafa til að vinna með er takmarkað. Flestir nota járnkylfu af teig leika inná flötina af brautinni líkt og um par 3 holu væri að ræða. Þá eiga þeir ekki nema um 80-100 metra högg eftir. Vindurinn leikur stórt hlutverk á þessari braut og þrá...
Það er ekkert leyndarmál að við hönnun vallarins þurfti ég að koma kylfingum frá sjöttu flöt að áttunda teig. Það kom því ekkert annað til greina en par 5 hola og vegalengdin er rúmlega 600 metrar. Ég hef haft það sem markmið á þeim völlum sem ég hef hannað að hafa mjög stuttar holur og mjög langar holur. Það var ekki markmiðið að gera 600 metra langa holu, hún hun hefði vel getað endað í 601 m., ...
182 metrar af öftustu tegum. Flötin er frekar þröng og varin af glompum beggja vegna. Ansi margir boltar enda í glompunum og þá er erfitt að ná pari. Sagan segir að Birgir Leifur slái alltaf að gríni, vippi að og tryggi parið til þess að forðast glompurnar.