Skip Navigation LinksFréttir

07. janúar. 2018 01:55

Valdís Þóra íþróttamaður ársins á Akranesi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL var kjörin íþróttamaður ársins á Akranesi 2017 laugardaginn 6. janúar. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn en Einar Örn Guðnason kraftlyftingarmaður varð annar og hestaíþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson þriðji.

Þetta er í sjötta sinn sem Valdís Þóra er efst í kjöri íþróttamanns Akraness en hún var fyrst kjörin íþróttamaður Akraness árið 2007.

Valdís Þóra var einnig tilnefnd sem íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna og var þar á meðal 10 efstu í kjörinu sem fram fór 28. desember s.l.  Valdís endaði að lokum í 9. sæti í kjörinu.

Golfklúbburinn Leynir óskar Valdísi Þóru til hamingju með góðan árangur undanfarin misseri og að vera kjörinn íþróttamaður Akraness og sömuleiðis að vera tilnefnd sem íþróttamaður ársins.

Senda á Facebook
Golfklúbburinn Leynir er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ
1x2
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
Félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ
Akraneskaupstaður
Lottó
Nepal