Skip Navigation LinksFréttir

21. apríl. 2017 05:41

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð á LET móti á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni komst í gegnum niðurskurðinn á Estrella Damm mótinu á LET Evrópumótaröðinni sem hófst á Spáni fimmtudaginn 20. apríl.

 

Valdís Þóra lék á 68 höggum eða -3 á fyrsta hringnum og í dag föstudag lék hún á 72 höggum eða +1 á öðrum hringnum.  Valdís Þóra er því á -2 samtals þegar keppni er hálfnuð og í 22. sæti.

 

Golfklúbburinn Leynir sendir Valdísi Þóru bestu óskir um gott gengi.

 

Mynd/LET

 

 

Senda á Facebook
Golfklúbburinn Leynir er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ
1x2
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
Félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ
Akraneskaupstaður
Lottó
Nepal