Landsbankinn og Golfklúbburinn Leynir endurnýjaðu samstarfssamning í tilefni vígslu og opnunar Frístundamiðstöðvarinnar sl. laugardag 11.maí.

Landsbankinn hefur til langs tíma verið viðskiptabanki Leynis og stutt við starf klúbbsins með miklum myndarbrag þegar kemur að rekstri vallar og mótastarfi.

Golfklúbburinn Leynir vill færa Landsbankanum kærar þakkir fyrir samstarfið undanfarin ár og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Á mynd má sjá Hannes Marinó Ellertsson útibústjóra Landsbankans á Akranesi og Guðmund Sigvaldason framkvæmdastjóra Leynis undirrita samninginn.  Með á mynd er Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis.